Páll: Þrjátíu stig í boði á heimavelli

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var nokkuð sáttur með leik liðsins í síðari hálfleik í Grindavík í kvöld. Hann sagði þó engan bilbug að finna á Akureyrarliðinu þrátt fyrir erfiða byrjun.

Þeir töpuðu 4:1 í kvöld og eru næstneðstir með 3 stig eftir 5 leiki en hafa leikið fjóra leiki á útivöllum.

„Ég er nú ekki góður í stærðfræði, en það eru tíu heimaleikir eftir hjá okkur og því þrjátíu stig þar í pottinum,“ sagði hann sposkur við mbl.is eftir leikinn í Grindavík. Þórsarar ætla sér að krækja í eins mikið af þessum stigum og kostur er.

Páll Viðar á góðri stund.
Páll Viðar á góðri stund. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert