Olsen skaut Skagamenn í kaf

Ian Jeffs Eyjamaður reynir skot að marki ÍA í leiknum …
Ian Jeffs Eyjamaður reynir skot að marki ÍA í leiknum i kvöld. mbl.is/Ómar

Christian Olsen, danski sóknarmaðurinn hjá ÍBV, fór á kostum á Akranesi í kvöld og skoraði þrennu í ótrúlegum 4:0 sigri Eyjamanna á toppliði ÍA.

Eftir markalausan fyrri hálfleik tók ÍBV völdin í seinni hálfleik.  Ian Jeffs skoraði fyrst og síðan gerði Olsen þrjú mörk. Samt varði Páll Gísli Jónsson í marki ÍA frá honum vítaspyrnu í uppbótartíma - áður en Olsen skoraði sitt þriðja mark og fullkomnaði þrennuna.

Eyjamenn lyftu sér uppí 7. sætið með 8 stig en Skagamenn eru áfram á toppnum með 14 stig. Hætt við að þeir missi forystuna á morgun.

ÍA: Páll Gísli Jónsson - Guðmundur B. Guðjónsson, Ármann Smári Björnsson, Andri Geir Alexandersson, Einar Logi Einarsson - Andri Adolphsson, Jóhannes K. Guðjónsson, Jón Vilhelm Ákason, Arnar Már Guðjónsson - Gary Martin, Ólafur Valur Valdimarsson.
Varamenn: Aron Ýmir Pétursson, Garðar B. Gunnlaugsson, Árni Snær Ólafsson (M), Hallur Flosason, Eggert Kári Karlsson, Fjalar Örn Sigurðsson, Jón Björgvin Kristjánsson.

ÍBV: Abel Dhaira - Arnór Eyvar Ólafsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner - Ian Jeffs, Víðir Þorvarðarson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Guðmundur Þórarinsson, Christian Olsen, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Gunnar Már Guðmundsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Aaron Spear, Ragnar Leósson, Tonny Mawejje, Eyþór Helgi Birgisson, Guðjón Orri Sigurjónsson (M).

ÍA 0:4 ÍBV opna loka
90. mín. Ragnar Leósson (ÍBV) kemur inn á
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert