Öruggur sigur ÍBV eftir þjálfaraskiptin

Eyjamenn fagna eftir að Christian Olsen kom þeim í 2:0 …
Eyjamenn fagna eftir að Christian Olsen kom þeim í 2:0 á Hlíðarenda í dag. mbl.is/Ómar

ÍBV vann öruggan sigur á Val, 3:0, í fyrsta leik Eyjamanna af þremur undir stjórn þeirra Dragan Kazic og Ian Jeffs eftir að Magnús Gylfason hætti í gær. ÍBV styrkti þar með stöðu sína í 2. sæti deildarinnar og líkurnar á að komast í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Valsmenn eru áfram í 9. sæti og ekki enn alveg lausir við fallhættuna.

Eyjamenn voru talsvert betri í fyrri hálfleiknum og Rasmus Christiansen kom þeim yfir rétt fyrir lok hans með laglegu marki. Valsmenn komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik en gegn gangi leiksins kom Christian Olsen ÍBV í 2:0 á 56. mínútu, og varamaðurinn Tryggvi Guðmundsson innsiglaði svo sigurinn skömmu fyrir leikslok.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Lið Vals: (4-3-3) Mark: Sindri Snær Jensson. Vörn: Jónas Þór Næs, Atli Sveinn Þórarinsson, Halldór Kristinn Halldórsson, Úlfar Hrafn Pálsson. Miðja: Haukur Páll Sigurðsson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson. Sókn: Matthías Guðmundsson, Kolbeinn Kárason, Guðjón Pétur Lýðsson.

Varamenn: Eyjólfur Tómasson, Hafsteinn Briem, Atli Heimisson, Þórir Guðjónsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Indriði Áki Þorláksson, Andri Fannar Stefánsson.

Lið ÍBV: (4-5-1) Mark: Abel Dhaira. Vörn: Arnór Eyvar Ólafsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner. Miðja: Víðir Þorvarðarson, Tonny Mawejje, Andri Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson. Sókn: Christian Olsen.

Varamenn: Halldór Páll Geirsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Tryggvi Guðmundsson, Anton Bjarnason, Jón Ingason, Gauti Þorvarðarson, Ian Jeffs.

Valur 0:3 ÍBV opna loka
90. mín. Leik lokið Öruggur sigur Eyjamanna í höfn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert