Ólafur Ingi fer með Zulte til Slóveníu

Ólafur Ingi, t.h., svalar þorstanum á landsliðsæfingu.
Ólafur Ingi, t.h., svalar þorstanum á landsliðsæfingu. mbl.is/Golli

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, er orðinn heill af meiðslum sínum og æfði með Zulte-Waregem í dag. Liðið flýgur svo til Slóveníu á morgun en það mætir Maribor í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið.

Ólafur Ingi meiddist á landsliðsæfingu fyrir leik Íslands gegn Kýpur og var ekki með liðinu í leikjunum tveimur sem komu Ísland í umspilið gegn Króatíu. Hann hefur misst af þeim leikjum sem Zulte-Waregem hefur leikið síðan.

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnir hópinn sem mætir Króatíu á fimmtudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert