„Draumurinn rættist“

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var skiljanlega kampakátur þegar mbl.is tók hann tali nokkrum mínútum eftir að Ísland tryggði sér inn á lokakeppni Evrópumótsins í karlaflokki í fyrsta sinn í sögunni.

„Við höfum verið í því að skrifa söguna mörg undanfarin ár og ég er ekkert nema stoltur. Það er gríðarleg eining innan knattspyrnuhreyfingarinnar og við höfum róið að sama markmiði,“ sagði Geir, og segir þetta uppskera gríðarlegrar vinnu.

„Ég er búinn að vera spenntur í allan dag og ég vissi að við myndum ná þessu í kvöld. Ég er gríðarlega stoltur, þetta er margra ára starf sem er að skila sér. Það eru margir sem hafa unnið að þessu og draumurinn rættist,“ sagði Geir, en var ákveðinn í að verkefninu væri ekki lokið.

„Nú er það bara Frakkland, en við viljum vinna riðilinn og það skiptir okkur máli. Þetta var erfiður leikur í dag og við höldum einbeitingu,“ sagði Geir Þorsteinsson í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka