Hemmi er enginn vitleysingur

Fylkir endaði í 8. sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í fyrra en bæði framherjinn Albert Brynjar Ingason og stuðningsmaðurinn Björn Bragi Arnarson eru sannfærðir um að liðið muni enda miklu ofar í ár.

Mbl.is brá sér stutta bæjarleið í Árbæinn og ræddi við þá félaga. Albert sagði að Fylkisliðið skuldaði litríkum stuðningsmönnum sínum að ná betri árangri en undanfarin ár og markmiðið væri að berjast um eitthvað. Björn Bragi er fullur bjartsýni og spáir Fylki Íslandsmeistaratitlinum.

Hermann Hreiðarsson þjálfari kom til umræðu hjá þeim báðum. Albert sagði að það hentaði vel að vera með ástríðufullan og ákafan þjálfara á hliðarlínunni. Björn sagði að Hermann væri ekki bara létt klikkaður - en samt enginn vitleysingur, og með ótrúlega reynslu af því að spila í fremstu röð. Hann ætti eftir að sýna sínar bestu hliðar í þjálfuninni.

Allt þetta og mun meira í myndskeiðinu.

Víkingur R.: Tilbúinn til að hjálpa þjálfaranum.
ÍBV. - Finna von­andi gell­ur í Eyj­um
Vík­ing­ur Ólafs­vík
 - Vill að Vík­ingsliðin spili um nafnið .

Þrótt­ur Reykja­vík - Vinn­um FH og end­um í fjórða sæti.

Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis.
Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert