Sjö sem spila ekki gegn Belgum – engir í staðinn

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjö leikmenn af þeim 26 sem skipuðu landsliðshóp karla í knattspyrnu fyrir leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu verða ekki með þegar Belgarnir mæta á Laugardalsvöllinn í Þjóðadeild UEFA á miðvikudagskvöldið.

Þetta hefur KSÍ staðfest við mbl.is en þeir Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson fóru af velli vegna meiðsla í leiknum gegn Dönum í gærkvöld, Kári Árnason sömuleiðis í leiknum gegn Rúmenum og þá glímir Arnór Sigurðsson við meiðsli og er ekki leikfær.

Til viðbótar eru Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson farnir til Englands til að búa sig undir leiki sinna liða í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Engum leikmönnum verður bætt við í staðinn og þar með verður þessi 19 manna hópur í leiknum við Belga:

Markverðir: Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Rúnar Alex Rúnarsson.

Varnarmenn: Birkir Már Sævarsson, Ari Freyr Skúlason, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hjörtur Hermannsson

Miðjumenn: Birkir Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson, 

Sóknarmenn: Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert