Sveinn Guðjohnsen í byrjunarliðinu – Rúnar í markinu

Sveinn Aron Guðjohnsen leikur í fremstu víglínu.
Sveinn Aron Guðjohnsen leikur í fremstu víglínu. AFP

Sveinn Aron Guðjohnsen leikur sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta gegn Liechtenstein í kvöld en hann er í byrjunarliði Íslands í Vaduz í undankeppni HM 2022. Sveinn Aron var á dögunum kallaður inn í A-landsliðið úr U21 árs liðinu. 

Þá fær Rúnar Alex Rúnarsson tækifærið í markinu og Hannes Þór Halldórsson fer á bekkinn. Alls gerir Arnar Þór Viðarsson sex breytingar frá liðinu sem tapaði fyrir Armeníu á sunnudaginn var. 

Willum Þór Willumsson er ekki í 23 manna hópi Íslands í kvöld, en hann var kallaður upp úr U21 árs liðinu ásamt Sveini Aroni, Ísak Bergmann Jóhannessyni og Jóni Degi Þorsteinssyni. 

Byrjunarlið Íslands: 

Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson

Vörn: Hörður Björgvin Magnússon, Hjörtur Hermannsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Már Sævarsson

Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Arnór Ingvi Traustason

Sókn: Sveinn Aron Guðjohnsen

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert