Stefna á Stjörnuleikinn á Ísafirði

Völlurinn á Torfnesi eins og hann lítur út dag eftir …
Völlurinn á Torfnesi eins og hann lítur út dag eftir að hitalagnir voru lagðar undir hann um helgina. Ljósmynd/Eyþór Bjarnason

Vestri mun að óbreyttu spila sinn fyrsta heimaleik í Bestu deild karla í knattspyrnu gegn Stjörnunni sunnudaginn 2. júní.

Framkvæmdir standa yfir við knattspyrnuvöllinn á Torfnesi á Ísafirði en verið er að leggja á hann gervigras. Hann var áður með náttúrulegu grasi.

Framkvæmdir töfðust í vor vegna tíðarfarsins en um helgina var hitalögnunum komið fyrir og reiknað er með að vökvunarkerfið og undirlagið verði komið á sinn stað í vikulokin.

Vestri þurfti að spila fyrsta heimaleik sinn, gegn HK, á velli Þróttar í Laugardal og mun leika þar aftur gegn Víkingi á mánudaginn kemur.

Allt útlit er fyrir að hinir níu leikirnir í hefðbundnu deildakeppninni geti farið fram á Ísafirði, ásamt þeim tveimur eða þremur heimaleikjum sem Vestri spilar síðan á lokaspretti Bestu deildarinnar í haust.

Vestramenn vonast til að geta spilað á vellinum 2. júní.
Vestramenn vonast til að geta spilað á vellinum 2. júní. Ljósmynd/Eyþór Bjarnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert