Thuram segir Mutu helstu ógn Rúmena

Thuram verður fyrirliði Frakka í dag.
Thuram verður fyrirliði Frakka í dag. Reuters

Lilian Thuram, varnarmaður Frakka, segir framherjann Adrian Mutu vera þann leikmann sem helst beri að varast í dag þegar Frakkland og Rúmenía mætast í fyrsta leik C-riðils á Evrópumótinu í knattspyrnu.

„Ég spilaði með Mutu hjá Juventus. Út frá því sem ég sá þar þá veit ég hversu hættulegur hann er. Hann er framúrskarandi leikmaður og einn sá sterkasti þegar kemur að föstum leikatriðum,“ sagði Thuram en hann mun leiða sína leikmenn sem fyrirliði í dag í fjarveru Patrick Vieira sem er meiddur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert