Tyrkir með þrettán útispilara

Æfingar tyrkneska landsliðsins eru fámennar þessa dagana.
Æfingar tyrkneska landsliðsins eru fámennar þessa dagana. Reuters

Tyrkir eru aðeins með þrettán útispilara tilbúna fyrir stórleikinn gegn Þjóðverjum í undanúrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Basel annað kvöld. Hinir eru meiddir eða í leikbanni.

Fathi Terim þjálfari Tyrkja kveðst stefna að því að láta Tumer Metin spila síðasta hálftímann, enda þótt hann sé þjakaður af nárameiðslum, og þá verði þriðji markvörður liðsins, Tolgan Zengin, til taks sem útispilari ef með þarf.

„Hann gæti komið inná undir lokin sem aftasti maður í vörn eða sem fremsti maður," sagði Terim.

Tuncay Sanli, Arda Turan, Emre Asik og Volkan Demirel markvörður eru allir í banni. Þá er Emre, leikmaður Newcastle, úr leik vegna tognunar í læri og Nihat Kahveci spilar ekki meira í keppninni vegna meiðsla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert