Ísland úr leik á EM

Úr leik Íslands og Noregs í Lahti.
Úr leik Íslands og Noregs í Lahti. mbl.is

Ísland tapaði 1:0 fyrir Noregi í öðrum leik sínum í Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í dag. Þar með er ljóst að liðið endar í neðsta sæti B-riðils og kemst ekki í 8-liða úrslitin. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Markið sem skildi liðin að skoraði Cecilie Pedersen nokkrum sekúndum fyrir leikhlé. Íslenska liðið lagði allt í sölurnar í seinni hálfleik til að jafna metin en það tókst ekki. Lokaleikur Íslands í keppninni er því gegn Þýskalandi á sunnudaginn kl. 13. Þá leika Noregur og Frakkland hálfgerðan úrslitaleik um 2. sætið í riðlinum en ljóst er að Þýskaland hefur tryggt sér efsta sætið.

Byrjunarlið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Erna B. Sigurðardóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir - Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir.

Byrjunarlið Noregs: Ingrid Hjelmseth - Camilla Huse, Maren Mjelde, Trine Rönning, Toril Akerhaugen - Solveig Gulbrandsen, Anneli Giske, Ingvild Stensland, Lene Storlökken - Cecilie Pedersen, Isabell Herlovsen.

Úr leik Íslands og Noregs í Lahti.
Úr leik Íslands og Noregs í Lahti. mbl.is
mbl.is
Úr leik Íslands og Noregs í Lahti.
Úr leik Íslands og Noregs í Lahti. mbl.is
mbl.is
mbl.is
Íslenska liðið hitar upp fyrir leikinn gegn Noregi í dag.
Íslenska liðið hitar upp fyrir leikinn gegn Noregi í dag. mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
Úr leik Íslands og Noregs í Lahti.
Úr leik Íslands og Noregs í Lahti. mbl.is
mbl.is
Úr leik Íslands og Noregs í Lahti.
Úr leik Íslands og Noregs í Lahti. mbl.is
Ísland 0:1 Noregur opna loka
90. mín. Leik lokið Íslenska liðið reyndi eins og það gat að jafna metin á síðustu mínútunum en það tókst ekki og vonbrigðin í andlitum stelpnanna okkar leyna sér ekki. Þær sýndu það hins vegar og sönnuðu að þær standast norska liðinu með alla sína sögu alveg snúninginn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert