Þjálfari Dana: Óttast Kolbein og Gylfa

Kolbeinn í baráttu við varnarmann Hvít-Rússa.
Kolbeinn í baráttu við varnarmann Hvít-Rússa. www.uefa.com

Keld Bordinggaard þjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu segir að lið sitt verði að hafa góðar gætur á þeim Kolbeini Sigþórssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni þegar Danir og Íslendingar eigast við í lokaumferð úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Álaborg á laugardaginn.

,,Kolbeinn er einn af fáum leikmönnum sem hefur skorað fimm mörk í einum og sama leiknum í hollensku úrvalsdeildinni. Hann er stórhættulegur og við verðum að passa hann vel. Gylfi er mjög góður í föstum leikatriðum og verðum að vera vel á verði gagnvart þeim,“ segir Bordinggaard.

,,Í undankeppninni vann Ísland lið Þýskalands 4:1 og Íslendingar slógu Skota út í umspilinu. Margir í leikmannahópi Íslands eru í A-landsliðshópnum og íslenska liðið er mjög gott,“ segir danski þjálfarinn í viðtali við danska blaðið Ekstra Bladet.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert