Shevchenko tryggði Úkraínu sigur

Andriy Shevchenko var hetja Úkraínumanna þegar þeir lögðu Svía, 2:1, í D-riðli á Evróðumótinu í knattspyrnu en liðin áttust við í Kiev í kvöld.

Zlatan Ibrahimovic kom Svíum yfir í byrjun seinni hálfleiks en Shevchenko, þessi mikli markaskorari, svaraði með tveimur góðum skallamörkum.

Úkraínumenn voru sterkari aðilinn og unnu verðskuldað og verður gaman að sjá til þeirra í leikjunum gegn Frökkum og Englendingum en Úkraínumenn eru með forystu í D-riðlinum þar sem Frakkar og Englendingar gerðu 1:1 jafnteflui.

Bein textalýsing frá leiknum:

90+5 Leiknum er lokið með 2:1 sigri Úkraínumanna. Þeir fagna ógurlega.

89. Svíar í dauðafæri en Johani Elmander brást bogalistin í upplögðu færi. Hann skaut boltanum yfir markið.

76. Zlatan átti hörkuskot sem markvörður Úkraínumanna þurfti að hafa sig allan við að verja.

62. MARK!! Úkraínumenn eru komnir í 2:1 og aftur var það Shevchenko sem skoraði. Þessi mikli markaskorari skoraði með aftur með skalla, nú eftir hornspyrnu. Svíar sofnuðu greinilega á verðinum eftir að þeir komust yfir.

55. MARK!! Úkraínumenn voru ekki lengi að svara fyrir sig. Shevchenko skallaði í netið frá markteig eftir góða fyrirgjöf frá hægri kanti. Seinni hálfleikur byrjar með látum.

52. MARK!! Svíar eru komnir í 1:0 og hver annar en Zlatan Ibramovich skoraði markið. Eftir þunga sókn sendi Kim Källström fastan boltann fyrir markið og þar var Zlatan á réttum stað og skoraði af stuttu færi.

49. Rosenberg framherji Svíanna komst í gott færi en varnarmenn Úkraínumanna náðu að bjarga á elleftu stundu. Svíarnir hafa byrjað seinni hálfleikinn vel en þeir voru daufir í fyrri hálfleiknum.

46. Seinni hálfleikur er hafinn.

45+1 Það er búið að flauta til hálfleiks. Staðan er, 0:0, þar sem Úkraínumenn hafa verið sterkari aðilinn. Þeir hafa sótt hratt upp kantana og Svíar hafa átt í talsverðu basli í leiknum. Þeim hefur gengið illa að halda boltanum innan liðsins og eru meira í því að kýla boltanum fram völlinn.

37. Stöngin!! Svíar voru hársbreidd frá því að komast yfir en skalli frá Zlatan fór í stöng og framhjá markinu.

30. Rosenberg með ágætt skot en Pyatov var vel á verði í marki Úkraínumanna.

23. Dauðafæri!! Shevchenko komst í dauðafæri en skot framherjans var misheppnað og boltinn skoppaði framhjá markinu.

17. Hurð skall nærri hælum upp við mark Úkraínumanna en markvörður þeirra náði að bjarga á síðustu stundu.

7. Úkraínumenn, vel studdir af meirihluta áhorfenda, byrja betur en engin færi hafa litið dagsins ljós.

1. Leikurinn í Kiev er hafinn. Sigurliðið kemst á topp riðilsins.

0. Þeir fyrrverandi leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni leika í fremstu víglínu hjá Úkraínumönnum. Það eru Andriy Shevchenko fyrrum leikmaður Chelsea og Andrei Voronin sem um tíma var á mála hjá Liverpool.

0. Svíar leggja allt sitt traust á Zlatan Ibrahimovic en hann er fyrirliði Svíanna og þeirra helsta stórstjarna.

Úkraína: Pyatov, Gusev, Mykhalyk, Khacheridi, Selin, Yarmolenko, Tymoschuk, Konoplianka, Nazarenko, Voronin, Shevchenko. Varamenn: Koval, Kucher, Garmash, Aliev, Shevchuk, Rakitskiy, Butko, Goryainov.

Svíþjóð: Isaksson, Lustig, Mellberg, Granqvist, Martin Olsson, Elm, Kallstrom, Larsson, Ibrahimovic, Toivonen, Rosenberg. Varamenn: Wiland, Svensson, Jonas Olsson, Antonsson, Wernbloom, Safari, Holmen, Hansson.

Dómari: Cuneyt Cakir (Tyrklandi)

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. MAÍ

Útsláttarkeppnin