Eiður Smári aðstoðarmaður Heimis?

Eiður Smári.
Eiður Smári. AFP

Heimir Hallgrímsson var spurður á fréttamannafundi í Annecy í Frakklandi í morgun um þann möguleika að Eiður Smári Guðjohnsen yrði hans aðstoðarmaður þegar hann tekur einn við liðinu eftir Evrópumótið.

„Það er möguleiki og er eitthvað sem við höfum aðeins rætt um. En það er mikil eftirspurn eftir honum,“ sagði Heimir.

Eiður Smári lýkur glæsilegum landsliðsferli sínum þegar þátttöku Íslands á Evrópumótinu lýkur en hann hefur spilað með landsliðinu í 20 ár.

Eiður er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 26 mörk í 87 leikjum og er þriðji leikjahæsti leikmaður Íslands. Rúnar Kristinsson er sá leikjahæsti með 104 leiki og Hermann Hreiðarsson kemur í öðru sæti með 89 leiki.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin