Stóri dagurinn runninn upp

Upp er runninn stóri dagurinn, er íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skrifar nýjan kafla í sögu sína í Nice í Frakklandi, þar sem liðið mætir Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í kvöld.

Í Nice, hinni fallegu hafnarborg við suðurströnd Frakklands þar sem Miðjarðarhafið leikur við strendurnar, er gríðarlega heitt og því eflaust fagnaðarefni fyrir viðstadda að leikurinn hefst klukkan 21 að staðartíma – eða klukkan 19 að íslenskum tíma.

Íslendingar hafa sett mikinn svip á borgina og ljóst að stemmningin er gríðarlega góð á staðnum. Mbl.is mun fylgjast vel með stemmningunni í dag; fram að leik, meðan á honum stendur og langt fram á kvöld. Þá verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á vefnum.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin