Gylfi Þór er verðmætastur

Byrjunarlið Íslands í öllum fjórum leikjunum á EM.
Byrjunarlið Íslands í öllum fjórum leikjunum á EM. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Gylfi Þór Sigurðsson er verðmætastur af íslensku landsliðsmönnunum í knattspyrnu að mati franska íþróttablaðsins L'Equipe.

Markaðsvirði Gylfa Þórs að mati blaðsins er 9 milljónir evra sem jafngildir tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Hinir tíu leikmennirnir í byrjunarliði íslenska liðsins eru verðlagðir á samtals 13,5 milljónir evra sem jafngildir 1,9 milljörðum króna.

Paul Pogba er verðmætastur af leikmönnum franska liðsins en markaðsvirði hans samkvæmt L'Equipe er 85 milljónir evra, 11,6 milljarðar. Næstur kemur Antoine Griezmann sem er metinn á 80 milljónir evra og í þriðja sæti kemur Dimitri Payet á 50 milljónir evra.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin