Ég er búinn að velta þessu mikið fyrir mér

Þorsteinn Halldórsson á æfingu íslenska liðsins í Crewe í dag.
Þorsteinn Halldórsson á æfingu íslenska liðsins í Crewe í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var margt jákvætt í gangi hjá okkur í gær,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is á æfingu liðsins í Crewe á Englandi í dag.

Ísland gerði 1:1-jafntefli gegn Belgíu í fyrsta leik sínum í D-riðli Evrópumótsins á akademíuvelli Manchester City í Manchester í gær.

„Miðað við leikinn í gær þá á ég von á því að það verði mjög erfitt að brjóta okkur á bak aftur á þessu móti. Belgarnir komust í raun bara einu sinni aftur fyrir okkur en annað var það ekki. Eins þá er ég virkilega sáttur með vinnslusemina í liðinu sem var einstök.

Stelpurnar lögðu allt í þetta en það vantaði kannski aðeins meiri ró á síðasta þriðjungnum til þess að búa til ennþá betri færi en við fengum. Heilt yfir þá spiluðum við fínan leik og ég er nokkuð sáttur,“ sagði Þorsteinn.

Leikmenn íslensak liðsins fagna marki Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur.
Leikmenn íslensak liðsins fagna marki Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spurning um millímetra

Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum í gær en tókst ekki að nýta færin sem skildi.

„Leikmennirnir voru virkilega svekktir inn í klefa í leikslok, svekktir yfir því að hafa ekki klárað leikinn sem er vel skiljanlegt.

Við gerðum margt til þess að uppskera sigur en það er stutt á milli í þessu. Við klikkum á vítaspyrnu og svo fá þær vítaspyrnu sem var spurning um einhverja millímetra. Svoleiðis gerist í fótbolta.“

Fjöldi Íslendinga fylgdist með leik Belgíu og Íslands í Manchester …
Fjöldi Íslendinga fylgdist með leik Belgíu og Íslands í Manchester í gær. mb.is/Eggert Jóhannesson

Gagnrýninn á sjálfan sig

Þorsteinn gerði sína fyrstu skiptingu í leiknum á 72. mínútu og sína aðra breytingu á 87. mínútu.

„Mér fannst stelpurnar hafa góð tök á leiknum en ég var sjálfur mikið að spá í það hvort ég ætti að gera skiptingar í leiknum sjálfum. Ég er búinn að velta því mikið fyrir mér hvort ég hefði átt að gera breytingar fyrr.

Ég er fyrsti maðurinn til þess að gagnrýna sjálfan mig og ég lít fyrst í eigin barm, áður en ég fer að skoða hvað leikmenn gerðu. Tilfinningin mín var sú að við værum að fara vinna þetta,“ sagði Þorsteinn ennfremur í samtali við mbl.is.

Leikmenn íslenska liðsins þakka fyrir stuðninginn í gær.
Leikmenn íslenska liðsins þakka fyrir stuðninginn í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 20. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. MAÍ

Útsláttarkeppnin