Brynjólfur læknir situr eftir heima

Brynjólfur Jónsson ásamt Ingu nuddara sinna hér Patreki Jóhannessyni.
Brynjólfur Jónsson ásamt Ingu nuddara sinna hér Patreki Jóhannessyni. Rax / Ragnar Axelsson

„ÉG mun horfa á sjónvarpsútsendingar frá leikjum liðsins og það verður vonandi skemmtilegt. Ég hlýt að geta vanist því að horfa á leikina frá þessu sjónarhorni,“ sagði Brynjólfur Jónsson læknir en það þykir fréttaefni að Brynjólfur fer ekki með handboltalandsliðinu á Evrópumeistaramótið í Austurríki. Brynjólfur hefur fylgt landsliðinu frá árinu 1990 og á þeim tíma hefur hann farið á fjölmörg stórmót.

„Ég er ekki alveg með töluna á hreinu en ég held að með 21 árs landsliðsmótunum séu þetta 16 eða 17 stórmót. Eitt þeirra var hér á Íslandi árið 1995 en ég var t.d. ekki á EM í Noregi 2008. Á þessum tíma hef ég farið á þrenna Ólympíuleika.“

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að Brynjólfur fer ekki með á EM að þessu sinni.

„Mér finnst vera kominn tími til að aðrir taki við þessu. Ég hef haft gríðarlega gaman af því að vinna með landsliðinu og þetta er allt saman gert í frítíma,“ sagði Brynjólfur en hann er bæklunarskurðlæknir og hefur einfaldlega hliðrað til í vinnu sinni til að komast með á stórmótin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert