Leikmenn Króatíu - kynning

Manuel Strlek er ungur og efnilegur hornamaður sem hefur leikið …
Manuel Strlek er ungur og efnilegur hornamaður sem hefur leikið mjög vel á EM og skorað 13 mörk. Reuters

Landslið Króatíu, sem mætir Íslandi í milliriðli Evrópukeppninnar í handknattleik í dag, er eitt það sterkasta í heiminum og hefur verið um árabil. Mbl.is kynnir hér mótherja dagsins:

Af 16 leikmönnum Króata spila 7 með króatískum félögum og þar af koma fimm frá hinu firnasterka liði Croatia Zagreb. Fimm leika í þýsku 1. deildinni, þar af þrír með toppliðinu HSV Hamburg, tveir spila á Spáni, báðir með Ademar León, og tveir í Slóveníu.

Tveir Króatanna eru samherjar Róberts Gunnarssonar hjá Gummersbach, hornamaðurinn Vedran Zrnic og skyttan Drago Vukovic.

Leikir Króatíu í A-riðli:
Króatía - Noregur 25:23
Króatía - Úkraína 28:25
Króatía - Rússland 30:28

Króatíska liðið er þannig skipað:

12 Goran Carapina, markvörður.
1,95 m, 110 kg.
28 ára, leikmaður Porec í Króatíu.
Nýliði, EM-leikirnir 3 eru hans fyrstu landsleikir.

25 Mirko Alilovic, markvörður.
2,00 m, 105 kg.
24 ára, leikmaður Ademar León á Spáni.
Hefur leikið 64 landsleiki, 3 á EM.

4 Ivano Balic, leikstjórnandi
1,91 m, 96 kg.
30 ára, leikmaður Croatia Zagreb í Króatíu.
Hefur leikið 156 landsleiki og skorað 462 mörk. Þar af 3 leikir og 11 mörk á EM.
Af mörgum talinn besti handknattleiksmaður heims.

5 Domagoj Duvnjak, leikstjórnandi
1,97 m, 89 kg.
21 árs, leikmaður HSV Hamburg í Þýskalandi.
Hefur leikið 55 landsleiki og skorað 173 mörk. Þar af 3 leikir og 6 mörk á EM.

6 Blazenko Lackovic, rétthent skytta
1,95 m, 94 kg.
29 ára, leikmaður HSV Hamburg í Þýskalandi.
Hefur leikið 142 landsleiki og skorað 432 mörk. Þar af 1 leikur á EM.
Skarst illa á hendi skömmu fyrir keppnina og kom fyrst við sögu gegn Rússum á laugardaginn.

7 Vedran Zrnic, örvhentur hornamaður
1,88 m, 85 kg.
30 ára, leikmaður Gummersbach í Þýskalandi.
Hefur leikið 143 landsleiki og skorað 326 mörk. Þar af 3 leikir og 5 mörk á EM.

8 Marko Kopljar, örvhent skytta
2,10 m, 96 kg.
23 ára, leikmaður Croatia Zagreb í Króatíu.
Hefur leikið 23 landsleiki og skorað 33 mörk. Þar af 3 leikir á EM.

9 Igor Vori, línumaður
2,02 m, 111 kg.
29 ára, leikmaður HSV Hamburg í Þýskalandi.
Hefur leikið 142 landsleiki og skorað 383 mörk. Þar af 3 leikir og 9 mörk á EM.
Einn besti línu- og varnarmaður heims.

10 Jakov Gojun, rétthent  skytta
2,03 m, 100 kg.
23 ára, leikmaður Croatia Zagreb í Króatíu.
Hefur leikið 22 landsleiki og skorað 17 mörk. Þar af 3 leikir á EM.

14 Drago Vukovic, rétthent skytta
1,94 m, 90 kg.
26 ára, leikmaður Gummersbach í Þýskalandi.
Hefur leikið 69 landsleiki og skorað 94 mörk. Þar af 3 leikir og 11 mörk á EM.

17 Vedran Mataija, rétthentur hornamaður
1,80 m, 82 kg.
21 árs, leikmaður Porec í Króatíu.
Nýliði, hefur leikið 3 landsleiki, alla á EM.

21 Denis Buntic, örvhent skytta
1,98 m, 103 kg.
27 ára, leikmaður Ademar León á Spáni.
Hefur leikið 59 landsleiki og skorað 115 mörk. Þar af 3 leikir og 12 mörk á EM.

24 Tonci Valcic, rétthent skytta
1,94 m, 94 kg.
31 árs, leikmaður Croatia Zagreb í Króatíu.
Hefur leikið 124 landsleiki og skorað 205 mörk. Kallaður inní hópinn fyrir leikinn í dag.

26 Manuel Strlek, rétthentur hornamaður
1,81 m, 75 kg.
21 árs, leikmaður Croatia Zagreb í Króatíu.
Hefur leikið 8 landsleiki og skorað 31 mark. Þar af 3 leikir og 13 mörk á EM.

27 Ivan Cupic, örvhentur hornamaður
1,75 m, 75 kg.
23 ára, leikmaður Gorenje Velenje í Slóveníu.
Hefur leikið 42 landsleiki og skorað 158 mörk. Þar af 3 leikir og 15 mörk á EM.

28 Zeljko Musa, línumaður
2,00 m, 103 kg.
24 ára, leikmðaur Trimo Trebnje í Slóveníu.
Hefur leikið 5 landsleiki og skorað 3 mörk. Þar af 3 leikir á EM.

Ivano Balic, leikstjórnandinn klóki sem margir telja besta handboltamann heims.
Ivano Balic, leikstjórnandinn klóki sem margir telja besta handboltamann heims. Reuters
Denis Buntic er örvhent skytta og hefur skorað 12 mörk …
Denis Buntic er örvhent skytta og hefur skorað 12 mörk á EM. Reuters
Drago Vukovic er samherji Róberts Gunnarssonar hjá Gummersbach.
Drago Vukovic er samherji Róberts Gunnarssonar hjá Gummersbach. Reuters
Igor Vori, varnar- og línumaðurinn öflugi, og Ivano Balic ræða …
Igor Vori, varnar- og línumaðurinn öflugi, og Ivano Balic ræða málin. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert