Eggert segir West Ham á förum frá Upton Park

Eggert Magnússon á Upton Park. West Ham mun leika heimaleiki …
Eggert Magnússon á Upton Park. West Ham mun leika heimaleiki sína annars staðar í framtíðinni. Reuters

Eggert Magnússon stjórnarformaður West Ham lýsti því yfir í viðtali við UEFA.com að West Ham muni ekki leika á Upton Park í framtíðinni, en liðið hefur leikið á vellinum síðan 1904. Eggert hefur verið í viðræðum um byggingu nýs vallar sem notaður yrði á Ólympíuleikunum 2012 sem fara fram í London, en yrði svo heimavöllur West Ham frá og með 2013. Eggert segir í viðtalinu að ef að þessar viðræður gangi ekki upp sé ljóst að liðið muni leita annað.

Ef að byggingu Ólympíuleikvangsins yrði, tæki hann um 60.000 manns í sæti en Upton Park tekur í dag 35.647 manns. Ákvörðun um Ólympíuleikvanginn er væntanleg í byrjun febrúar, en bygging vallarins þarf að hefjast ekki seinna en 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert