Fabregas í samningaviðræðum

Cesc Fabregas vill bara vinna titla með Arsenal.
Cesc Fabregas vill bara vinna titla með Arsenal. Reuters

Spænski knattspyrnumaðurinn Cesc Fabregas upplýsti í dag að hann væri í viðræðum við forráðamenn Arsenal um nýjan og betri samning.

Fabregas, sem er tvítugur, gerði hvorki meira né minna en átta ára samning við Arsenal fyrir tveimur árum en frá þeim tíma hefur hann ítrekað verið orðaður við stórveldin í heimalandi sínu, Real Madrid og Barcelona.

„Ég er samningsbundinn til 2014, það eru sex ár eftir af honum, og ég er í viðræðum við félagið sem hefur áhuga á að semja uppá nýtt. Ég vil ná árangri með Arsenal og aðalmálið er að félagið vill halda mér. Ég er stoltur af því að vera orðaður við Barcelona því ég er þaðan og hef spilað með félaginu. En nú er það eina sem ég hugsa um að vinna eins marga titla og mögulegt er með Arsenal," sagði Fabregas við spænsku útvarpsstöðina Cadena SER í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert