Agbonlahor með þrennu á sjö mínútum

Gabriel Agbonlahor skoraði þrennu fyrir Aston Villa í dag.
Gabriel Agbonlahor skoraði þrennu fyrir Aston Villa í dag. Reuters

Aston Villa lagði Manchester City, 4:2, en liðin voru að ljúka leik í ensku úrvalsdeildinni á Villa Park. Maður leiksins var Gabriel Agbonlahor en framherjinn eldfljóti skoraði þrennu og það á aðeins 7 mínútum. John Carew skoraði fyrsta mark Aston Villa en Elano og Curluka gerðum mörkin fyrir Villa.

Martin O'Neill var nánast með sama lið og sigraði FH-inga, 4:1, í UEFA-bikarnum í vikunni en níu leikmenn sem voru í byrjunarliði liðsins í dag voru í liðinu á Laugardalsvellinum. Luke Young og John Carew komu inn í liðið fyrir Craig Gardner og Marlon Harewood.

Leikurinn var í beinni textalýsingu á mbl.is, smellið hér.

Gareth Barry og félagar leika gegn Manchester City.
Gareth Barry og félagar leika gegn Manchester City. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert