Redknapp fer ekki til West Ham

Harry Redknapp ásamt Alan Curbishley.
Harry Redknapp ásamt Alan Curbishley. Reuters

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Portsmouth segir ekki koma til greina að snúa aftur til starfa hjá West Ham en Redknapp er einn þeirra stjóra sem hafa verið orðaðir við félagið eftir að Alan Curbishley sagði upp starfi sínu.

„Það kemur ekki til greina að leysa Curbishley af hólmi. Hann hætti þar sem honum fannst hann ekki njóta traust og vera grafið undan sér og ég tek hatt minn ofan fyrir honum að halda fast við sín grundvallaratriði,“ segir Redknapp í viðtali við breska blaðið The Sun í dag.

,,Ekki misskilja mig. West Ham er frábært félag sem á frábæra stuðningsmenn. Það á sérstakan stað í hjarta mínu hafandi farið þangað 15 ára gamall. En ég ann Portsmouth afar vel og ég hef gott forskot á marga knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana. Ég er með eiganda sem lætur knattspyrnustjórann stjórna,“ segir Redknapp.

,,Þetta er að þróast með þeim hætti að ensku úrvalsdeildarliðin eru öll að verða í eigu erlendra billjónarmæringa. Allir vilja þeir vinna titilinn og allir vilja þeir vera í Meistaradeildinni og ef það tekst ekki skipta þeir um knattspyrnustjóra eins við skiptum um sokka,“ sagði Redknapp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert