Davies bestur í Wales

Simon Davies, til vinstri.
Simon Davies, til vinstri. Reuters

Simon Davies miðvallarleikmaður úr Fulham hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Wales. Davies er 28 ára gamall sem náði þeim áfanga að spila sinn 50. landsleik á árinu og þá hefur hann borið fyrirliðabandið í fjarveru Craig Bellamy sem varð kjörinn sá besti í fyrra.

Davies hefur verið í herbúðum Fulham frá því í fyrra en þar áður lék hann með Tottenham og Everton. Hann á að baki 53 landsleiki og hefur skorað 6 mörk í þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert