Bolton lagði Portsmouth á Reebok

Hermann Hreiðarsson og Kevin Davies í baráttu.
Hermann Hreiðarsson og Kevin Davies í baráttu. mbl.is/boltonfc

Bolton vann sanngjarnan sigur á Portsmouth, 2:1, en leik liðanna var að ljúka á Reebok vellinum í Bolton. Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann fyrir Bolton og stóð sig vel og Hermann Hreiðarsson lék allan tímann fyrir Portsmouth og komst þokkalega frá sínu.

Fylgst var með leikjunum í textalýsingu sem er hér að neðan.

Bolton - Portsmouth, 2:1 leik lokið

1:0 (1.) Bolton er komið í 1:0 eftir 50 sekúndur með marki frá Matthew Taylor. Hann lék illa á Hermann Hreiðarsson og skoraði með föstu skoti.

2:0 (3.) Ricardo Gardner kemur heimamönnum í 2:0 með góðu skoti úr teignum eftir undirbúning frá Taylor.

Portsmouth er í gríðarlegum vonbrigðum og knattspyrnustjórinn Tony Adams getur ekki leynt vonbrigðum sínum. Hann sendir leikmönnum sínum kaldar kveðjur inn á völlinn.

2:1 (20.) Peter Crouch minnkar muninn með fallegu skallamarki eftir glæsilega fyrirgjöf frá Niko Kranjcar. Áttunda mark hans í úrvalsdeildinni á leiktíðinni og Portsmouth er komið inn í leikinn eftir hræðilega byrjun.

35. Hermann Hreiðarsson bjargar skoti Matthews Taylors frá marklínu rétt eftir að David James hafði varið dauðafæri frá Ricardo Gardner.

45. Hermann Hreiðarsson fékk upplagt færi en Eyjamaðurinn hitti ekki boltann á markteig.

45. Grétar Rafn er hársbreidd frá því að koma Bolton í 3:1. Grétar átti góðan skalla sem David James varði í stöngina.

Síðari hálfeikur er hafinn á Reebok. Engar breytingar hafa verið gerðar á liðunum.

67. Hermann Hreiðarsson og Grétar Rafn Steinsson lentu í hörkutæklingu. Í kjölfarið skiptust þeir á orðum sem endaði með því að Grétar fékk að líta gula spjaldið.

Blackburn - Stoke 3:0 leik lokið

1:0 (10.) Benni McCarthy kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu en þetta er fyrsti leikur Blackburn undir stjórn Sam Allardyce.

2:0 (17.) Jason Roberts er búinn að koma Blackburn í 2:0 eftir sendingu frá Brett Emerton.

3:0 (27.) Blackburn er að slátra nýliðum Stoke. Benni McCarthy er búinn að koma liðinu í 3:0 með skoti af stuttu færi.

Hull - Sunderland 1:4 leik lokið

0:1 (11.) Steed Malbranque skoraði með fallegu skoti af um 20 metra færi.

1:1 (21.) Nýliðarnir hafa jafnað metin með marki frá hinum leikreynda Nicky Barmby. Fyrsta mark hans síðan í maí.

1:2 (78.) Kieran Richardsson fyrrum leikmaður Manchester United er búinn að koma gestunum í forystu gegn gegn nýliðunum.

Heimamenn eru orðnir manni færri en Sam Rickett fékk reisupassann eftir að hafa nælt sér í sitt annað gula spjald.

1:3 (84.) Kenwyne Jones er að tryggja Sunderland góðan útisigur á Hull með marki af stuttu færi.

1:4 (90.) Djibril Cisse innsiglar stórsigur Sunderland á nýliðum Hull.

Fulham - Middlesbrough 3:0 leik lokið

1:0 (41.) Heimamenn eru komnir yfir og skoraði Jimmy Bullard með skoti af stuttu færi. Bullard hefur verið í fréttum um helgina en hann hefur fengið þau skilaboð frá Roy Hodgson að hann megi fara frá liðinu í janúar kjósi hann það en Bullard er ekki sáttur við laun sín hjá liðinu.

2:0 (55.) Danny Murphy er búinn að koma heimamönnum í 2:0 með marki úr vítaspyrnu sem leikmenn Middlesbrough mótmæltu kröftuglega.

3:0 (59.) Clint Dempsey er að innsigla sigur Fulham en Bandaríkjamaðurinn var á réttum stað og skoraði þriðja markið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert