Guðjón: Erum komnir í afar erfiða stöðu

Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson mbl.is

Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe Alexandra var mjög vonsvikinn eftir leik sinna manna í kvöld en Crewe beið lægri hlut fyrir Stockport, 4:3, á útivelli í ensku 2. deildinni og flest bendir til þess að liðið falli úr deildinni.

,,Ég er mjög vonsvikinn og það eru leikmennirnir líka. Ég sagði við þá fyrir leikinn að það væri mikilvægt að þeir spiluðu ekki gegn sér en sú varð raunin. Við fengum á okkur ódýr mörk og svona er ekki hægt að verjast. Ef þú gerir það og ferð illa með færin þín þá vinnur þú ekki marga leiki,“ sagði Guðjón á vef Crewe.

,,Það var pressa á leikmönnum fyrir leikinn og sumir þeirra áttu erfitt með að vinna úr því. Menn urðu pirraðir þegar hlutirnir féllu ekki með okkur og í kjölfarið gerðu menn sig seka um mistök. Við erum komnir í afar erfiða stöðu og lukkudísirnar verða að vera með okkur á morgun þegar liðin í kringum okkur spila,“ segði Guðjón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert