Nistelrooy frjálst að yfirgefa Real Madrid

Ruud van Nistelrooy í leik með Real Madrid.
Ruud van Nistelrooy í leik með Real Madrid. Reuters

Hollenski sóknarmaðurinn Ruud van Nistelrooy er að öllum líkindum á leið frá spænska liðinu Real Madrid en að því er fram kemur í netútgáfu spænska blaðsins Marca hefur Nistelrooy fengið þau skilaboð að honum sé frjálst að yfirgefa félagið í félagaskiptaglugganum nú í janúar.

Nistelrooy, sem er 33 ára gamall, hefur ekki fengið mörg tækifæri í Madridarliðinu á tímabilinu en hann hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik með liðinu.

Nú er spurning hvort Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool taki upp veskið og semji við hollenska markaskorarann en Liverpool þarf tilfinnanlega á sóknarmanni að halda.

Fleiri ensk úrvalsdeildarlið hafa verið með Nistelrooy í sigtinu, þar á meðal Tottenham, en sem kunnugt er átti hann afar farsælan feril með Manchester United og sallaði inn mörkum fyrir liðið.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert