Emil: Þetta var sex stiga leikur

Emil í baráttunni gegn Watford í gær.
Emil í baráttunni gegn Watford í gær. www.barnsleyfc.co.uk

Emil Hallfreðsson skaut Barnsley upp í 9. sæti ensku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gær þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1:0 sigri Barnsley gegn Heiðari Helgusyni og félögum hans í Watford. Emil var að vonum ánægður með sigurinn.

,,Við erum mjög ánægðir. Þetta var ekta sex stiga leikur og það var frábært að fá öll þrjú stigin. Völlurinn var erfiður yfirferðar og þetta var ekki mjög fallegur leikur en við unnum vel fyrir sigrinum,“ segir Emil á vef Barnsley en þetta var þriðja mark hans fyrir Barnsley í deildinni á tímabilinu.

Barnsley er þar með komið í baráttuna um að komast í aukakeppnina um eitt laus sæti í deildinni en liðin sem enda í 3.-6. sæti komast í hana. Barnsley hefur 39 stig, er þremur stigum frá Leicester sem er í sjötta sæti en Watford er í 12. sæti með 35 stig.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert