Tottenham í vandræðum

Roman Pavlyuchenko framherji Tottenham er meiddur.
Roman Pavlyuchenko framherji Tottenham er meiddur. Reuters

Mikil meiðsli eru í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham og verður liðið hálf vængbrotið þegar það etur kappi við Stoke City í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham sagði við fréttamenn í dag að svo gæti farið að liðið héldi til Stoke með aðeins einn framherja kláran í slaginn.

Jermain Defoe, Roman Pavlyuchenko og Robbie Keane eru allir meiddir og verða ekki með liðinu á Britannia vellinum. Peter Crouch er hins vegar heill heilsu og er því sjálfvalinn í byrjunarliðið en svo virðist vera að leikurinn við Young Boys á gervigrasinu í Sviss í fyrrakvöld hafi tekið sinn toll.

Mexíkóinn Giovani og Króatinn Luka Modric eru tæpir en fyrir á sjúkralistanum hjá Tottenham voru þeir David Bentley, Jonatan Woodgate og Jamie O'Hara.

Tottenham fagnaði 2:1 sigri gegn Stoke á Britannia vellinum á síðustu leiktíð. Í þeim leik skoraði Eiður Smári Guðjohnsen fyrra mark liðsins og um Niko Kranjcar skoraði. Eiður var valinn leikmaður helgarinnar eftir frammistöðu sína í þeim leik.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert