Jóhannes Karl með í sigri á toppliðinu

Jóhannes Karl í búningi Huddersfield.
Jóhannes Karl í búningi Huddersfield. www.htafc.com

Huddersfield, lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar, á enn möguleika á að ná 2. sæti ensku C-deildarinnar og komast þar með sjálfkrafa upp í B-deildina eftir að liðið vann dramatískan 3:2 útisigur á toppliði Brighton í dag. Sigurmarkið kom í blálokin.

Huddersfield er því með 86 stig í 3. sæti líkt og Southampton sem er sæti ofar og á tvo leiki eftir öfugt við Huddersfield sem á aðeins einn eftir um næstu helgi. Southampton leikur gegn Plymouth á mánudaginn og Jóhannes Karl þarf því að treysta á landa sinn, Kára Árnason, og félaga hans sem þurfa reyndar sárlega á sigri að halda til að halda sæti sínu í deildinni.

Jóhannes Karl lék í 75. mínútur í dag en var ekki á meðal markaskorara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert