Scholes: Liverpool alltaf erkióvinurinn

Paul Scholes fagnar marki.
Paul Scholes fagnar marki. AFP

Paul Scholes, miðjumaðurinn reyndi hjá Manchester United, segir að þrátt fyrir uppgang nágrannanna í Manchester City síðustu árin sé Liverpool enn erkióvinurinn.

United og Liverpool mætast í úrvalsdeildinni næsta sunnudag en sjö sæti og 21 stig skilja þau að um þessar mundir. Liverpool var til skamms tíma sigursælasta lið Englands í meistaratitlum talið en Manchester United sigldi hægt og bítandi framúr og náði forystu á þeim vettvangi vorið 2011.

„Liverpoolmönnum hefur ekki gengið alveg eins vel og þeir hefðu óskað undanfarin ár, og eflausat viðurkenna þeir það sjálfir. En sögulega séð eru þeir okkar mestu erkifjendur, leikirnir gegn þeim eru alltaf stærstir og þar er mesta stemningin. En City er reyndar farið að nálgast þá,“ sagði Scholes við BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert