Sánchez í læknisskoðun hjá Arsenal

Alexis Sánchez fagnar eftir að hafa skorað fyrir Síle gegn …
Alexis Sánchez fagnar eftir að hafa skorað fyrir Síle gegn Brasilíu í 16-liða úrslitunum á HM. AFP

Alexis Sánchez, sóknarmaður Barcelona og landsliðs Síle í knattspyrnu, er kominn til London þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá Arsenal, samkvæmt netútgáfu Daily Telegraph.

Sagt er að Arsenal hafi náð samkomulagi við Barcelona um kaupverðið, sem sé talið vera í kringum 35 milljónir punda, og Sánchez sé búinn að komast að samkomulagi við Arsenal um kaup og kjör.

Sánchez er 25 ára gamall og hefur leikið með Barcelona í þrjú ár, og skorað 43 mörk í 119 leikjum með Katalóníuliðinu, sem keypti hann af Udinese á Ítalíu árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert