Enn og aftur náum við ekki að halda einbeitingu

Arséne Wenger var þungur á brún í dag.
Arséne Wenger var þungur á brún í dag. AFP

Arséne Wenger var afar svekktur með sína leikmenn eftir 2:1 tapið gegn Tottenham í dag í ensku úrvalsdeildinni.

„Já, en ég er vonsviknari með sóknarleikinn í dag, við gerðum ekki nægilega mikið. Það vantaði upp á margt hjá okkur tæknilega en í raun ég bara svekktur með það að við gáfum þeim tvö ódýr mörk. En Tottenham átti skilið að vinna þennan leik,“ sagði Wenger

„Mér fannst við tæknilega eiga slæman leik á margan hátt. Við misstum boltann á svæðum sem við hefðum ekki átt að gera þrátt fyrir pressu þeirra. Sumir leikmenn voru að spila verulega undir getu,“ sagði Wenger.

„Lloris varði líka frábærlega. Í hvert skipti sem við fórum á þeirra vallarhelming þá vorum við hættulegir. Enn og aftur náum við ekki að halda einbeitingu á mikilvægum augnablikum í leiknum. Stundum þegar þú átt slæman dag, líkt og við áttum sóknarlega séð þá þarftu að halda einbeitingu,“ sagði Wenger.

Aðspurður hvort David Ospina markvörður Arsenal hefði getað gert betur í jöfnunarmarki. „Það leit út fyrir það já, en ég þarf að horfa á þetta aftur,“ sagði Wenger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert