Webber ánægður með stigin

Webber sá til þess að Hamilton fékk aldrei á honum …
Webber sá til þess að Hamilton fékk aldrei á honum gott færi. ap

Mark Webber hjá Red Bull var þakklátur liðsmönnum sínum eftir að hann vann sín fyrstu stig á vertíðinni í Malasíukappakstrinum í dag. Hann ók vel og varðist lengstum atlögum Lewis Hamilton og Fernando Alonso.

Webber er á því að hann hafi jafnvel getað orðið í sjötta sæti hefði ekki Takuma Sato hjá Super Aguri tafið hann. Þrátt fyrir það var hann ánægður að opna stigareikning sinn í ár.

Hann sagði fyrstu lotuna hafa gengið vel fyrir sig, en milli þjónustustoppa sagðist hann hafa skort rásfestu. Engu að síður hafi hann sótt eins og mögulegt var. 

„Ég er ánægður fyrir hönd alls liðsins, byrjunin hefur verið erfið í ár og því frábært að ljúka keppni í stigasæti. Stórþakkir til Renault líka,“ sagði Webber en franski bílaframleiðandinn sér liðinu fyrir mótor í keppnisbílinn.

Liðsfélagi hans David Coulthard var einu sæti frá stigi, varð níundi í mark. Hann sagði það hafa kostað sig mikinn tíma í fyrstu lotunni að mjög kvarnaðist úr dekkjum.

Webber varðist öllum atlögum Hamiltons.
Webber varðist öllum atlögum Hamiltons. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert