Fær fágætan bíl í titilbónus

LM bíllinn vann sólarhrings kappaksturinn í Le Mans í Frakklandi …
LM bíllinn vann sólarhrings kappaksturinn í Le Mans í Frakklandi á sínum tíma. mclarenf1

Lewis Hamilton hefur verið heitið fjögurra milljóna dollara McLaren ofursportbíl sem kaupauka vinni hann heimsmeistaratitil ökuþóra í ár.

Hamilton var fyrir miklum hughrifum er hann sá McLaren LM bílinn fyrsta sinni í bílsmiðju formúluliðsins fyrir áratug. Aðeins fimm slíkir bílar eru til í  veröldinni.

Liðsstjórinn Ron Dennis segir Hamilton fá bílinn vinni hann titil ökumanna og McLaren titil bílsmiða í ár. Hamilton er sem stendur með þriggja stiga forystu á Kimi Räikkönen í titilslagnum og McLaren með fimm stiga forystu á BMW í keppni bílsmiða.

LM bíll McLaren en aðeins fimm slíkir eru til.
LM bíll McLaren en aðeins fimm slíkir eru til.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert