Alonso forðast spádóma

Alonso sinnir óskum formúluunnenda milli aksturslota í Barcelona í síðustu …
Alonso sinnir óskum formúluunnenda milli aksturslota í Barcelona í síðustu viku. ap

Fernando Alonso lætur ekki hafa sig út í að segja að Renault hafi bætt bíl sinn stórum frá síðasta móti og freistar þess fremur að slá á væntingar.

„Eftir þrjú fyrstu mót ársins var ljóst að við vorum ekki á sama plani og toppliðin. Okkur skorti eitthvað af hraða og bíllinn var stundum óstöðugur í hröðum beygjum og á bremsusvæðum.

Liðið hefur a mikið á sig og bætt loftafl bílsins og rásfestu. Okkur gafst tækifæri að prófa það í Barcelona í síðustu viku og fyrstu kynni voru hvetjandi. En við eigum eftir að sjá hversu mikið keppinautarnir hafa bætt sig.

Ég held keppnin verði tvísýn og hörð. Liðin öll og ökuþórarnir allir með tölu þekkja brautina út og inn og því ræður ökumaður ekki miklu til eða frá að sinni. Vona bara að við njótum ávaxta af okkar miklu vinnu og að bíllinn geri okkur kleift að draga á hin liðin,“ segir Alonso.

Sérstök tilfinning að keppa á Spáni

Í Barcelona verður Alonso á heimavelli og hann segir því alltaf fylgja sérstök tilfinning. „Ég nýt ótrúlegs stuðnings sem er mjög hvetjandi. Ýmisr halda að þetta sé bara aukaleg byrði fyrir mig, en því er öfugt farið. Í staðinn eykur það mér hvöt til að gera enn betur.

Vonandi verð ég í aðstöðu til þess að færa spænskum áhorfendum skemmtilega keppni,“ segir heimsmeistarinn fyrrverandi. 

Alonso æfir í Barcelona með nýjungar í yfirbyggingu Renaultins.
Alonso æfir í Barcelona með nýjungar í yfirbyggingu Renaultins. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert