McLaren heldur áfrýjun til streitu

Hamilton sker lokabeygjuna í Spa í atvikinu umdeilda og kemur …
Hamilton sker lokabeygjuna í Spa í atvikinu umdeilda og kemur út úr henni fyrir framan Räikkönen.

McLarenliðið hefur eftir yfirlegu málsins í dag, ákveðið að halda áfrýjun sinni gegn refsingu Lewis Hamilton í belgíska kappakstrinum til streitu. Staðfesti liðið það í dag.

Dómarar kappakstursins ákváðu að bæta 25 sekúndum við aksturstíma Hamiltons eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu, að hann hefði haft ósanngjarnan ávinning af því að skera beygju í rimmu við Kimi Räikkönen hjá Ferrari.

Strax eftir kappaksturinn tilkynnti McLaren fulltrúum Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA), að liðið áformaði áfrýjun. Í dag og gær hafa forsvarsmenn þess velt málinu fyrir sér og skoðað frá öllum köntum Eftir að hafa vegið það og metið var niðurstaða þeirra að halda áfram með málið.

Kemur það því í hlut áfrýjunardómstóls FIA að kveða endanlega á um úrslit belgíska kappakstursins. Með refsingunni féll Hamilton niður í þriðja sæti og Felipe Massa hjá Ferrari telst hafa orðið í fyrsta sæti í staðinn.

Hamilton í forystu á fyrsta hring í Spa.
Hamilton í forystu á fyrsta hring í Spa. mbl.is/mclarenf1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert