Ísland í 109. sæti á FIFA listanum

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari ásamt aðstoðarmanni sínum, Bjarna Jóhannssyni.
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari ásamt aðstoðarmanni sínum, Bjarna Jóhannssyni. Ásdís Ásgeirsdóttir

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í 109. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun. Ísland hefur aldrei farið neðar á listann en það hefur fallið um 13 sæti frá því síðasti listi kom út fyrir mánuði síðan og um 16 sæti frá áramótum.

Heimsmeistarar Ítala eru í efsta sætinu sem fyrr, Frakkar eru í öðru sæti, Brasilíumenn í þriðja, Þjóðverjar í fjórða, Argetnínumenn í fimmta, Portúgalar í sjötta, Spánverjar í sjöunda sæti, Englendingar í áttunda, Hollendingar í níunda og Tékkar í tíunda sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert