Öruggur 3:0-sigur gegn Portúgal

Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. mbl.is/Carlos Brito

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði Portúgal, 3:0, í úrslitaleik í C-riðli Algarve-mótsins og skoraði Margrét Lára Viðarsdóttir tvívegis og Katrín Jónsdóttir bætti við þriðja markinu. Íslenska liðið mætir Finnum á miðvikudaginn í leik um sjöunda sætið á mótinu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

90. mín. Leiknum er lokið með 3:0-sigri Íslands.  

70. mín. Dóra Stefánsdóttir kemur inná í stað Katrínar Jónsdóttur. Margrét Lára Viðarsdóttir tekur við fyrirliðabandinu af Katrínu. 

69. mín 3:0 Katrín Jónsdóttir fyrirliði skorar eftir hornspyrnu. Þetta er 10. landsliðsmarkið hjá Katrínu sem var að leika sinn 69. leik og jafnaði hún þar með leikjamet sem Ásthildur Helgadóttir átti ein áður.  

65. mín. Guðný Björk Óðinsdóttir fer af leikvell og Pála Marie Einarsdóttir kemur inná í hennar stað. 

62. mín. Sara Gunnarsdóttir fer af leikvelli og Dóra María Lárusdóttir kemur inná. 

61. mín. Edda Garðarsdóttir fer af leikvelli og Harpa Þorsteinsdóttir kemur inn á hennar stað.  

59. mín. Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður Íslands ver glæsilega skot af stuttu færi. Íslenska liðið hefur fengið tvær aukaspyrnur á hættulegum stað í síðari hálfleik.

55. mín. Portúgalska liðið byrjar síðari hálfleikinn mjög vel og átti m.a. langskot sem Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður varð að hafa sig alla við að verja.

52. mín. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerir tvær breytingar á liðinu. Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir fara af velli. Í þeirra stað koma Katrín Ómarsdóttir og Ásta Árnadóttir.

45. mín. Síðari hálfleikur er byrjaður. Engar breytingar voru gerðar á íslenska liðinu í hálfleik.

Íslenska liðið var mun sterkara í fyrri hálfleik en portúgalska liðið átti nokkrar skyndisóknir sem sköpuðu hættu í vörn Íslands. 

Íslenska liðið er mun öflugra og hefur verið nærri því að skora fleiri mörk en Portúgalir að minnka muninn. 

18. mín 2:0 Margrét Lára er búin að skora aftur og staðan orðin 2:0 fyrir Ísland. Hún skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Eddu Garðarsdóttur á 18. mínútu.

15. mín 1:0 Margrét Lára Viðarsdóttir er búin að skora í leiknum við Portúgal á Algarve-mótinu. Markið kom á 15. mínútu leiksins, sem er úrslitaleikur um sigur í riðlinum.

Íslenska liðið er þannig skipað: 

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Ólína Viðarsdóttir
Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir
Miðverðir: Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
Varnartengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir
Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir
Hægri kantur: Rakel Hönnudóttir
Vinstri kantur: Guðný Björk Óðinsdóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert