Bakveikur eða blindfullur?

Shmolik fær líklega rauða spjaldið fyrir hegðun sína.
Shmolik fær líklega rauða spjaldið fyrir hegðun sína. Reuters

Dómarinn Sergei Shmolik hefur líklega dæmt sinn síðasta knattspyrnuleik í bili eftir að bera þurfti hann af velli í leik í hvítrússnesku deildinni á laugardaginn. Shmolik kvartaði yfir bakverkjum og hreyfði sig lítið á vellinum, en rannsókn á sjúkrahúsi staðfesti hins vegar að í raun var Shmolik blindfullur.

Tilburðir Shmolik á vellinum á laugardaginn, í leik Lokomotiv Vitebsk og Naftan Novopolotsk, vöktu mikla kátínu meðal áhorfenda, og hér má sjá myndband af því þegar Shmolik var borinn af velli.

Aganefnd knattspyrnusambands Hvíta-Rússlands mun taka málið fyrir á næstunni og ákveða hvort og þá hversu langt leikbann Shmolik hlýtur.

Shmolik hefur dæmt fjölda leikja í Hvíta-Rússlandi auk þess að dæma landsleiki og leiki í Evrópukeppnum.

Myndbandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert