Eins og ólétt kona á leikdegi

Guðjón Baldvinsson úr KR og Guðmundur Sævarsson úr FH
Guðjón Baldvinsson úr KR og Guðmundur Sævarsson úr FH Haraldur Guðjónsson

„FRÁ því eftir Blikaleikinn í undanúrslitunum hefur maður eiginlega ekkert verið með hugann við deildina. Maður er auðvitað búinn að einbeita sér í leikjum en svo er hugurinn bara búinn að vera við þennan leik,“ segir KR-ingurinn Guðjón Baldvinsson, einn besti leikmaður íslenska knattspyrnusumarsins. Hann verður í eldlínunni í dag þegar KR og Fjölnir mætast í stærsta leik tímabilsins, sjálfum bikarúrslitaleiknum.
„Vikan sem er að líða hefur bara einkennst af mikilli spennu en líka tilhlökkun. Það er náttúrlega bara gaman að fá að upplifa svona úrslitaleik í fyrsta skipti. Maður hefur ekki verið svona nálægt bikar síðan á hnokkamóti '94 eða eitthvað,“ sagði Guðjón léttur í bragði þegar blaðamaður hitti hann að máli í KR-heimilinu.

Píni matinn í mig á leikdegi

Eðli málsins samkvæmt eru taugarnar oft þandar hjá leikmönnum á leikdegi og Guðjón gerir sitt besta til að slaka á með því að horfa á gamanþætti eða gamla fótboltaleiki. Hann glímir hins vegar við ansi merkilegt vandamál sem fleiri leikmenn kannast þó við.

„Á leikdegi get ég bara ekki borðað. Ég þarf virkilega að pína matinn ofan í mig og kem í mesta lagi ofan í mig einhverju sem ég hendi í mixerinn. Það hefur alltaf verið þannig, ég veit ekki af hverju, og ég myndi ekki segja að þetta væri út af stressi,“ sagði Guðjón. 

Nánar í Morgunblaðinu í dag, það er meira í Mogganum.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert