Fagnaði Stabæk of snemma?

Veigar Páll Gunnarsson
Veigar Páll Gunnarsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Forráðamenn norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk eru alveg með það á hreinu að félagið verði norskur meistari í lok leiktíðarinnar. Á laugardaginn sigraði Stabæk lið Ham/Kam 3:0 á heimavelli og í leikslok var sigursöngurinn „We are the champions“ með bresku hljómsveitinni Queen leikinn í hátalarkerfinu á Nadderud, heimavelli Stabæk. Þegar þrjár umferðir eru eftir af norsku úrvalsdeildinni er Stabæk með 48 stig en Fredrikstad er með 42 stig.

Það voru skiptar skoðanir í norska fótboltaheiminum um uppátæki forráðamanna Stabæk og einn þeirra sem hefur gagnrýnt Stabæk er Kjetil Rekdal sem nýverið tók við þjálfun Aalesund þar sem Keflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson leikur. Aalesund fagnði fyrsta sigri sínum á sunnudaginn eftir að Rekdal tók við og sagði hann við fjölmiðla að hann ætlaði sér ekki að fagna of snemma líkt og Stabæk. Aalesund er í næstneðsta sæti með 19 stig en Ham/Kam er í fallsætinu með 18 stig.

Með Stabæk leika tveir íslenskir leikmenn, Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason. Garðar Jóhannsson er í liði Fredrikstad.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert