Gylfi skipaður varaformaður KSÍ

Gylfi Orrason er orðinn varaformaður KSÍ.
Gylfi Orrason er orðinn varaformaður KSÍ. mbl.is/Brynjar Gauti

Gylfi Þór Orrason, fyrrum knattspyrnudómari, sem kjörinn var í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi þess fyrr í mánuðinum var kosinn  varaformaður á fyrsta fundi stjórnarinnar í gær.

Gylfi tekur við varaformannsembættinu af Lúðvíki Georgssyni sem tók við því vegna veikinda Halldórs B. Jónssonar. Þá mun Gylfi einnig taka við formennsku í dómaranefndinni

Aðalstjórn KSÍ er þannig skipuð: Geir Þorsteinsson, formaður, Gylfi Þór Orrason, varaformaður, Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri og Jón Gunnlaugsson ritaði. Aðrir í stjórninni eru: Ingibjörg Hinriksdóttir, Lúðvík Georgsson, Rúnar Arnarson, Vignir Már Þormóðsson og Róbert Agnarsson sem er nýr í stjórninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert