Eiður Smári: Áttum meira skilið

Eiður Smári í leik með Íslandi.
Eiður Smári í leik með Íslandi. Morgunblaiðið/ Golli

„Það var svekkjandi að fá á sig mark úr engu, einhverju sem byrjaði sem
útspark og þeir fengu síðan hornspyrnu sem átti ekki að vera, en svona er þetta. Miðað við spilamennskuna síðustu 20 til 25 mínúturnar fannst mér við eiga meira skilið en ekki neitt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, eftir tapið í Glasgow í kvöld, 2:1, fyrir Skotum í undankeppni HM í knattspyrnu.

„Við eigum stundum erfitt með að taka á okkur þessa pressu en ég held samt að við höfum hvorki bognað né brotnað undan henni í kvöld. Við spiluðum fínan leik því það má ekki gleyma því að við vorum að spila á móti Skotum á erfiðum útivelli og við stóðum svo sannarlega í þeim og ég held að allir geti verið sammála um að við stóðum alveg í þeim - og rúmlega það.


Mér finnst við vera á réttri leið. Ungir leikmenn sem voru að byrja hér inná í dag léku frábærlega og við sköpuðum okkur fín færi þannig að ég sé ekki annað en þetta sé á fínni leið,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.


Ítarlegra viðtal verður við Eið Smára í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert