Óvæntur sigur ÍR gegn Þór á Akureyri

Erlingur Jack Guðmundsson, til hægri, skoraði fyrra mark ÍR.
Erlingur Jack Guðmundsson, til hægri, skoraði fyrra mark ÍR. mbl.is/Golli

ÍR gerði góða ferð norður til Akureyrar þar sem að liðið lagði Þór að velli 2:1 í 1. deild karla í fótbolta. Fyrir leikinn var ÍR án stiga á botni deildarinnar en Þór var með 3 stig að loknum tveimur umferðum.

Erlingur Jack Guðmundsson kom ÍR yfir en Einar Sigþórsson jafnaði á 32. mínútu. Árni Freyr Guðnason skoraði sigurmark ÍR á 65. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert