KR-ingar fallnir úr leik

KR-ingar komu mörgum á óvart með frammistöðu sinni í fyrri …
KR-ingar komu mörgum á óvart með frammistöðu sinni í fyrri leiknum. mbl.is/Eggert

Lið KR tapaði í kvöld seinni leik sínum í 3. umferð Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu gegn Basel í Sviss, 3:1 og þar með fallið úr keppninni. KR náði að jafna leikinn í 1:1 undir lok fyrri hálfleiks og spiluðu manni fleiri upp frá því, en það dugði ekki til. Basel vann samanlagt 5:3.

Það var Björgólfur Takefusa sem gerði mark KR úr vítaspyrnu er hann fiskaði sjálfur. Basel liðið var betri aðilinn í fyrri hálfleik, en KR-ingar náðu ágætis köflum í þeim seinni,en klaufagangur í vörninni varð til þess að Basel komst yfir og sigraði að lokum 3:1.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.

Byrjunarlið Basel: Franco Costanzo - Marco Streller, Cabral, Samuel Inkoom, Marcos Gelabert, Antonio da Silva, Beg Ferati, Carlitos, Xherdan Shaqiri, Scott Chipperfield, Alexander Frei.
Varamenn: Massimo Colomba, Dominik Ritter, Benjamin Huggel, Federico Almerares, Marco Aratore, Daniel Ünal, Orhan Mustafi.

Byrjunarlið KR: Stefán Logi Magnússon - Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurðarson, Mark Rutgers, Jordao Diogo, Gunnar Örn Jónsson, Bjarni Guðjónsson, Atli Jóhannsson, Baldur Sigurðsson, Óskar Örn Hauksson, Björgólfur Takefusa.
Varamenn: Atli Jónasson, Guðmundur Benediktsson, Gunnar Kristjánsson, Ásgeir Örn Ólafsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Egill Jónsson, Eggert Rafn Einarsson.

Basel 3:1 KR opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert