Menn bíða í röðum að koma til okkar

Sævar Þór Gíslason, Henning Jónasson, Hjörtur Hjartarson og Jón Steindór …
Sævar Þór Gíslason, Henning Jónasson, Hjörtur Hjartarson og Jón Steindór Sveinsson fagna marki. mbl.is/Guðmundur Karl

,,Við erum bara að fara yfir stöðuna. Við erum ekki búnir að ræða við neina þjálfara og það er ekki rétt sem fram kom í einhverjum fréttum í gær að við ætluðum að ræða við Guðmund Benediktsson. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,'' sagði Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, við Morgunblaðið í gærkvöld.

Óskar sat fund með stjórnarmönnum félagsins í ljósi þeirra tíðinda að Gunnlaugur Jónsson er að hætta þjálfun liðsins og tekur við þjálfun Valsmanna.

Eitt af því sem stjórn knattspyrnudeildar Selfoss ræddi í gærkvöld var hvort Gunnlaugur stýri liðinu í síðasta leiknum í 1. deildinni um næstu helgi eða ekki.

,,Skiljanlega eru skiptar skoðanir en við erum að skora þessi mál í rólegheitum. Það hafa verið miklar tilfinningar í samfélaginu vegna þessa máls eins og eðlilegt er en við megum samt ekki gleyma að fagna því að við erum komnir upp. Við sjáum að sjálfsögðu eftir Gulla en Selfoss er spennandi klúbbur og menn bíða í röðum eftir að koma til okkar,“ sagði Óskar. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert