Markamet er fallið í Laugardalnum

Margrét Lára Viðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir í …
Margrét Lára Viðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir í vítateig Eista. Þær eru allar búnar að skora í kvöld. mbl.is/Kristinn

Íslenska kvennalandsliðið hefur þegar sett markamet í landsleik á Laugardalsvelli þegar enn eru rúmar 10 mínútur eftir af leiknum við Eista í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Staðan er orðin 12:0 og þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hafa gert sína þrennuna hvor.

Fyrra metið setti íslenska liðið þegar það sigraði Pólland, 10:0, í undankeppni EM þann 13. september 2003. Margrét Lára Viðarsdóttir gerði líka þrennu í þeim leik og Hólmfríður Magnúsdóttir og Dóra María Lárusdóttir voru á meðal markaskorara, eins og í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert