Selfoss meistari 1. deildar eftir 4:2 sigur á ÍA

Jón Steindór Sveinsson og Sævar Þór Gíslason lyfta bikarnum
Jón Steindór Sveinsson og Sævar Þór Gíslason lyfta bikarnum mbl.is/Guðmundur Karl

Selfoss tryggði sér í dag meistaratitilinn í 1. deild karla í knattspyrnu með því að sigra ÍA, 4:2, á Selfossvelli. Haukar unnu Þór, 3:2, á Akureyri og enduðu í öðru sæti en bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeild. HK hafnaði í þriðja sæti þrátt fyrir 2:3 ósigur gegn KA í Kópavogi.

Staðan í 1. deild.

Selfyssingar og Haukar voru lengi vel undir í leikjum dagsins. ÍA var yfir í hálfleik á Selfossi, 1:0, og Þór komst í 1:0 og 2:1 gegn Haukum. Í Kópavogi skoraði David Disztl þrennu fyrir KA gegn HK, sem missti landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson meiddan af velli.

Úrslit í leikjunum í dag:

14.00 Selfoss - ÍA 4:2 - Leik lokið
38. Skagamenn komast yfir á Selfossi. Andri Júlíusson skorar eftir skyndisókn, 0:1.
69. Selfyssingar fá vítaspyrnu þegar brotið er á Jóni Daða Böðvarssyni og úr henni jafnar Henning Jónasson, 1:1.
79. Selfyssingar komst yfir. Sævar Þór Gíslason skorar eftir að hafa sloppið innfyrir vörn Skagamanna, 2:1.
83. Jón Guðbrandsson skorar fyrir Selfyssinga með lausu skoti utan vítateigs, 3:1. Ljóst að 1. deildarbikarinn er þeirra.
89. Jón Guðbrandsson skorar aftur, nú með skalla eftir hornspyrnu, 4:1.
90. Pálmi Haraldsson skorar fyrir ÍA úr vítaspyrnu, 4:2.

14.00 Þór - Haukar 2:3 - Leik lokið
5. 1:0 Jóhann Helgi Hannesson kemur Þór yfir með föstu skoti eftir að Hreinn Hringsson skallaði í stöng.
40. Ásgeir  Þór Ingólfsson jafnar fyrir Hauka, 1:1.
58. Atli Sigurjónsson kemur Þór í 2:1. Aleksandar Linta skaut í þverslá úr aukaspyrnu, Atli fylgdi á eftir og skoraði með skalla.
61. Haukar voru fljótir að jafna. Úlfar Hrafn Pálsson breytti stefnu boltans þegar samherji hans skaut að marki Þórs, 2:2.
80. Ásgeir Þór Ingólfsson skorar sitt annað mark og kemur Haukum yfir, 2:3.

14.00 HK - KA 2:3 - Leik lokið.
5. David Disztl kemur KA yfir eftir laglegan samleik í gegnum miðja vörn HK, 0:1.
17. Stefán Eggertsson, sem fyrir leikinn var heiðraður fyrir að spila sinn 150. leik með HK, jafnar metin með föstu skoti utarlega úr vítateignum eftir skallasendingu Rúnars Más Sigurjónssonar.
19. David Disztl fær langa sendingu fram og brýst af harðfylgi framhjá tveimur varnarmönnum HK og skorar, 1:2.
50. Stefán Eggertsson jafnar fyrir HK með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf Davíðs Magnússonar frá hægri, 2:2.
70. David Disztl skorar sitt þriðja mark, nú með skalla eftir fyrirgjöf Deans Martins frá hægri, 2:3.
89. Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður hjá HK fer meiddur af velli. Stefán Eggertsson markaskorari fer í markið hjá  HK-ingum sem eru manni færri.

14.00 Víkingur R. - ÍR 4:1 - Leik lokið
32. Eftir þunga sókn Víkinga og þrjár hornspyrnur í röð skoraði Jökull Elísabetarson, 1:0.
45. Sigurður Egill Lárusson kemur Víkingi í 2:0 á síðustu andartökum fyrri hálfleiks.
47. Víkingar byrja seinni hálfleik með látum. Jökull I. Elísabetarson krækir í vítaspyrnu og skorar úr henni sjálfur, sitt annað mark í leiknum, 3:0.
48. Víkingar fara hamförum. Eftir hornspyrnu og hasar skorar Chris Vorenkamp, bandaríski varnarjaxlinn, 4:0.
88. Björn Viðar Ásbjörnsson nær að koma ÍR á blað, 4:1.

14.00 Víkingur Ó. - Fjarðabyggð 1:1 - Leik lokið
47. Grétar  Örn Ómarsson kemur Fjarðabyggð yfir, 0:1.
55. Fannar Hilmarsson jafnar fyrir Víking, 1:1.

14.00 Leiknir R. - Afturelding 3:2 - Leik lokið
33. Rannver Sigurjónsson kemur Mosfellingum yfir, 0:1.
42. Aron Daníelsson jafnar fyrir Leiknismenn, 1:1. Vorbragur á leiknum, að sögn tíðindamanns mbl.is.
51. Gunnar Einarsson, miðvörður og aðstoðarþjálfari Leiknis, er rekinn af velli fyrir að mótmæla dómi full ákaft.
60. Einar Örn Einarsson kemur 10 Leiknismönnum í 2:1.
83. Halldór  K. Halldórsson skorar fyrir Leikni, 3:1.
90. Magnús Einarsson minnkaði muninn í 3:2 í uppbótartíma.

Selfyssingar urðu 1. deildarmeistarar með sigrinum á ÍA í dag.
Selfyssingar urðu 1. deildarmeistarar með sigrinum á ÍA í dag. mbl.is/Guðmundur Karl
Haukar eru komnir uppí úrvalsdeildina og lögðu Þór á Akureyri.
Haukar eru komnir uppí úrvalsdeildina og lögðu Þór á Akureyri. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert